Valur - Haukar - körfubolti kvenna

Valur - Haukar - körfubolti kvenna

Kaupa Í körfu

Auður Íris Ólafsdóttir sækir að körfu Vals í leiknum í gærkvöldi þar sem Kristrún Sigurjónsdóttir var til varnar. Þrjú lið skera sig orðið nokkuð frá öðrum liðum í efrihluta úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik eftir að sjötta umferð fór fram í gærkvöldi. Íslandsmeistarar Snæfells, Keflavík og Haukar unnu öll leiki sína og hafa 10 stig í efstu þremur sætunum. Valsstúlkur, sem máttu bíta í það súra epli að tapa með eins stigs mun á heimavelli fyrir Haukum, 85:84, eru í fjórða sæti með sex stig eins Grindavík sem steinlá fyrir grönnum sínum í Keflavík, 106:57. Carmen Ty- son-Thomas fór mikinn í liði Kefla- víkur og skoraði 29 stig og tók 18 frá- köst fyrir heimaliðið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar