Jón Sigurðsson - forstjóri Össurar - Össur

Jón Sigurðsson - forstjóri Össurar - Össur

Kaupa Í körfu

ón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir að áhugi sé í Evrópu á hlutabréfum fyrirtækisins en lítill seljanleiki dragi úr kaupum. Vegna fjármagnshafta er markaður með bréfin aðgreindur en 35% hlutafjár eru hér á landi og 65% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Sjóðir víða í Evrópu hafa haft áhuga á félaginu. „En margir sem hafa sýnt áhuga hafa orðið frá að hverfa þar sem seljanleiki bréfanna er undir þeim mörkum sem heimildir þeirra leyfa,“ segir Jón. Hann segir einnig að öll skringilegheit sem þessi séu slæm á fjármálamörkuðum. Hann gagnrýnir einnig löggjöf sem innleidd hefur ver- ið eftir efnahagshrunið, meðal annars yfirtökureglur, reglur um kaup á eigin bréfum og kynjakvóta í stjórnum. „Það hefur komið illa við menn þegar útbúnar hafa verið séríslenskar lausnir sem standast ekki nánari skoðun,“ segir Jón

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar