Kristnihátíð á Þingvöllum - Sakramentinu útdeilt

Kristnihátíð á Þingvöllum - Sakramentinu útdeilt

Kaupa Í körfu

Íslenskir bikarar og flatbrauð með blóðbergi Útdeiling sakramentanna setti mikinn svip á hátíðarmessuna. Alls þjónuðu 168 vígðir menn við útdeilinguna og jafn margir djáknar og leikmenn.//////Kaleikana og patínurnar gerðu sjö leirlistakonur víða að af landinu. Kaleikarnir voru allir í jarðlitum með mismunandi miklu bláu ívafi. Á þeim er krossmark með hring á bak við og ártölin 1000 og 2000. Grunnform kaleikanna er hið sama en engir tveir kaleikar alveg eins. Hver prestur sem útdeildi fékk sinn kaleik til eignar og fór með hann heim í hérað til minningar um kristnihátíð. ENGINN MYNDATEXTI.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar