Flugvirkjar Landhelgisgæslunnar

Flugvirkjar Landhelgisgæslunnar

Kaupa Í körfu

„Danirnir voru klárir að lána okkur þyrluna af Triton til að byrja með. Þeir verða vonandi ekki fastir hér of lengi en fyrst þeir voru á svæðinu tóku þeir vel í okkar beiðni,“ segir Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upp- lýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, en Landhelgis- gæslan hefur í samvinnu við innlenda og erlenda sam- starfsaðila unnið að því hvernig bregðast skuli við skertri viðbragðsgetu Landhelgisgæslunnar vegna boð- aðs verkfalls flugvirkja sem hefjast átti nú í morguns- árið. Fundi ríkissáttasemjara og flugvirkja Landhelgis- gæslunnar var ekki lokið þegar Morgunblaðið fór í prentun seint í gærkvöldi og bjóst Magnús Jónsson aðstoðarríkissáttasemjari við að fundað yrði fram á nótt. „Það hefur verið góður gangur í þessu en ekkert er komið í höfn. Við verðum hér eitthvað áfram,“ sagði Magnús

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar