Katar - Heimsmeistarmót í handbolta

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Katar - Heimsmeistarmót í handbolta

Kaupa Í körfu

Heimsmeistaramótið í handknattleik karla fer nú fram í 24. sinn í Katar frá 15. janúar til 1. febrúar. Þetta verður aðeins í þriðja sinn sem HM í handbolta karla fer fram utan Evr- ópu. Hin tvö skiptin var HM í Kuma- moto í Japan árið 1997 og í Túnis átta árum síðar. Katar er aðeins rétt rúmlega 11.000 ferkílómetrar að flatarmáli, rúmlega einn tíundi af flatarmáli Ís- lands. Landið er eins og skagi út frá Sádi-Arabíu sem ræður yfir mestöllu landsvæðinu á Arabíuskaganum eins og sést vel á landakorti. Íbúar landsins eru 1,8 milljónir, þar af búa um 1,3 milljónir í höf- uðborginni Doha. Aðeins er talið að um 300.000 íbúar landsins séu afkom- endur þeirra sem bjuggu í landinu áður en það varð efnahagslegt stór- veldi. Aðrir eru innflytjendur eða af- komendur þeirra, margir frá Ind- landi og Pakistan en einnig frá öðrum arabaríkjum. Þá hefur Rúss- um fjölgað ört í landinu á síðustu ár- um.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar