Matur og Drykkur nýr veitingastaður

Matur og Drykkur nýr veitingastaður

Kaupa Í körfu

Matsölustöðum í Reykjavík hefur fjölgað á nýliðnum misserum og ár- um og annað kvöld bætist stað- urinn Matur og drykkur í Alliance- húsinu vestur á Grandagarði 2 í hópinn. Á nýja staðnum verður lögð áhersla á íslenskar matarhefðir. Gísli Matthías Auðunsson mat- reiðslumeistari segist hafa lagst í mikla rannsóknarvinnu og unnið að heimildasöfnun í tvo mánuði. Hann hafi meðal annars rætt við mat- gæðinga, sagnfræðinga og fleiri til að rifja upp gamlar uppskriftir. „Við fórum víða um land, hittum smáframleiðendur og bændur og söfnuðum í sarpinn,“ segir hann. Gísli segist hafa mikinn áhuga á íslenskri matarhefð og því hafi hann ákveðið að slá til og opna staðinn þegar tækifærið hafi óvænt komið upp í hendurnar. „Í raun finnst mér vanta svona stað,“ segir hann. „Margir segjast vera að framreiða íslenskan mat en í raun eru þeir að útbúa útlenskan mat úr íslensku hráefni.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar