Amerískur fótbolti í Egilshöll

Amerískur fótbolti í Egilshöll

Kaupa Í körfu

Annar leikur í Íslandsmóti Einherja fór fram síðastliðinn laugardag. Stálin stinn mættust í Egilshöll í Grafarvogi þegar annar leikur í Íslandsmóti Einherja í amerískum fótbolta fór þar fram síðastliðinn laugardag. Rauða liðið átti harma að hefna frá fyrsta leik og gáfu leikmenn því allt sitt til að knýja fram úrslitaleik, áhorfendum til mikillar skemmtunar. Einherjar komu fyrst saman árið 2009 en síðan þá hefur þeim fjölgað jafnt og þétt samfara vaxandi vinsældum íþróttarinnar hér á landi. Í gær fór svo fram úrslitaleikur NFLdeildarinnar í Bandaríkjunum, hin svonefnda Ofurskál eða Superbowl. Voru það liðin Boston Patriots og Seattle Seahawks sem tókust á um hina mjög svo eftirsóttu skál en úrslitaleikurinn nýtur gjarnan mikilla vinsælda um heim allan

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar