Upphitaðar götur og göngustígar í Grafarholti

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Upphitaðar götur og göngustígar í Grafarholti

Kaupa Í körfu

Göturnar Kristnibraut, Jónsgeisli og Ólafsgeisli í Grafarholti eru að stórum hluta upphitaðar og sama gildir um nokkrar götur á nýbyggingarsvæð- unum í Úlfarsárdal og við Reynisvatnsás. „Stórhugur réð í uppbyggingu Grafarholtsins og ákveðið var að nýta affallsvatn frá byggðinni í ríkara mæli en áður var gert, bæði í götur og stíga. Þannig má losna við snjó, hálku og klaka. Kostnaðurinn við þetta lagnaverk er þó verulega umfram kostnað við hefðbundinn snjómokstur,“ segir Ólafur Bjarnason, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar. Í Úlfarsárdalnum eru brekkurnar í Urðarbrunni og Úlfarsbraut upphitaðar, svo og stígar og götustubbar í Grafarvogi og víðar. Þá hefur ylur verið settur í jörð við endurnýjun gatna og göngu- og hjólaleiða í miðborginni, svo sem á Skólavörðustíg, Laugavegi, Hverfisgötu og í Kvosinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar