Michael sýnir í Gallerí Gangi
Kaupa Í körfu
Listamaðurinn Michael Kirkham við portrett sitt á sýningunni. Í dag klukkan 17 til 19 verður opnuð í Gallerí Gangi, heimagalleríi Helga Þorgils Friðjónssonar myndlistarmanns á Rekagranda 8, sýning á málverkum eftir breska listamanninn Michael Kirkham. Sýninguna kallar Kirkham Small Erotics and Still Life. Hann nam myndlist í Skotlandi og Amsterdam og hefur í um áratug verið búsettur í Berlín. Verk hans eru sýnd reglulega víða um Evrópu. Málverk Kirkhams þykja oft ögrandi enda má viðfangsefni sumra teljast býsna djarft. Þegar komið er inn í Ganginn má sjá málverk þar sem andlitslaus kona klípur í aðra geirvörtuna og annað sem er nærmynd af reistum karlmannslim. Þá er þar til að mynda kyrralífsmynd af leifum á kökudiski og portrett af mæddri konu. Kirkham segist mála í mannerískum anda fyrri aldra og því sé þetta allt skáldskapur, ólíkt því ljósmyndaraunsæi sem fólk á að venjast í verkum með slíkum við- fangsefnum. Sjálfum leiðist honum slík nálgun en hefur áhuga á að skapa samtímaverk sem vísa í list fyrri tíma. Sýningin er öllum opin.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir