Brunaútkall í Bílval á Selfossi

Malín Brand

Brunaútkall í Bílval á Selfossi

Kaupa Í körfu

Eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði við Hrísmýri á Selfossi síðdegis í gær. Slökkviliðinu á Selfossi tókst að ráða niðurlögum eldsins á hálftíma. „Það stefndi í stórbruna en við náð- um að stoppa það af,“ sagði Kristján Einarsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, við mbl.is. Húsið var mannlaust og engan sakaði. Taldi Kristján að kviknað hefði í út frá rafmagni. Glóð var inni í veggjum hússins en eldurinn náði ekki að breiðast út. Hreinsa þarf húsnæðið af reyk og endurbyggja þakið að hluta til. Samtals tóku um 25 slökkviliðsmenn þátt í aðgerð- unum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar