Skreytimyndir vegna fréttar um tölvuglæpi

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Skreytimyndir vegna fréttar um tölvuglæpi

Kaupa Í körfu

Eitt stærsta bankarán sögunnar hefur verið í gangi undanfarin tvö ár. Talið er að um einum milljarði dollara, eða um 131 milljarði króna, hafi verið stolið af bönkum og fjármálastofnunum í fjölda netárása sem hafa stað- ið yfir frá árinu 2013. Árásirnar standa enn yfir og hafa átt sér stað í yfir 30 löndum, m.a. Bandaríkjunum, Rússlandi, Þýskalandi, Kína, Úkra- ínu og Kanada. Bankarnir hér á landi vinna að megninu til sjálfstætt við að gæta eigin öryggis en bankarnir verða fyrir fjölda netárása. „Eitt sem hjálpar íslensku bönkunum eru gjaldeyrishöftin. Það er erfiðara að taka miklar fjárhæðir út úr bankakerfinu vegna þeirra,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, en innan stofnunarinnar er starfrækt svokölluð netöryggissveit, CERT-ÍS, sem í dag veitir þjónustu fyrst og fremst til fjarskiptamarkaðarins. Til stendur að setja net- öryggissveitina undir almannavarnadeild ríkislögreglustjóra en frumvarp þess efnis var kynnt í innanríkisráðuneytinu seint á síðasta ári. Í drögum að lögunum kemur fram að netöryggissveitin skal vinna að því að fyrirbyggja, draga úr og bregðast við hættu vegna netárása eða hliðstæðra öryggisatvika í net- og upplýsingakerfum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar