Fjölnir - Stjarnan - körfubolti karla

Fjölnir - Stjarnan - körfubolti karla

Kaupa Í körfu

Dagur Kár Jónsson. Það var til mikils að vinna í gær þegar Fjölnismenn tóku á móti Stjörnunni í gærkveldi í Dominos-deild karla. Stjörnumenn stefndu á að hrifsa þriðja sætið af Njarðvík á meðan Fjölnir átti möguleika á að komast úr fallsæti í það tíunda. Þennan draum gerðu hins vegar Stjörnumenn að engu og gjörsigruðu lánlausa heimamenn, 94:82. Í upphafi mátti sjá mikla baráttu og góðan vilja til verka hjá mörgum leikmönnum á vellinum. Upp úr þessari baráttu var hins vegar ekki mikið að hafa fyrir heimamenn því skothendur þeirra voru ískaldar og nýting liðsins skelfileg í fyrri hálfleiknum. Varnarleikur Stjörnunnar var áberandi betri. Jonathan Mitchell og Davíð Bustion voru þeir einu sem gátu spilað eðlilegan sóknarleik, þrátt fyrir að sá fyrrnefndi væri með slaka nýtingu. Til að bæta gráu ofan á svart áttu Fjölnismenn í miklum vandræðum með Justin Shouse. Ef lakara liðið, eins og Fjölnismenn vissulega eru fyrirfram gegn Stjörnunni, nær ekki að hafa lágmarkshemil á Shouse, þá tapar það lið næsta örugglega! Þarna var grunnurinn að sigri Stjörnunnar í gær lagður; Shouse fékk að leika lausum hala og fyrir vikið gat hann matað vini sína á spikfeitum bollum út um allan völl! Þetta þýðir ekki gegn Stjörnunni; Marvin Valdimarsson nýtur sín aldrei betur en í slíkum aðstæðum og Jeremy Atkinson svalt heldur ekki í þeirri gósentíð. Þetta sóknarþríeyki var nóg til að loka leiknum nokkuð þægilega án þess þó að getað státað af því að hafa spilað mjög vel í heild. Stjörnumenn vita líklega manna best að þetta var ekki þeirra besti leikur en alveg stórundarlegt hversu auðveldur sigurinn var þrátt fyrir þessa staðreynd.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar