Laugavegur 99, 97 og 95

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Laugavegur 99, 97 og 95

Kaupa Í körfu

Nokkrir aðilar hafa sýnt því áhuga að hefja hótelrekstur í þremur sambyggðum húsum á Laugavegi 95-99. Að sögn sýslumannsins í Reykjavík er félagið Rit og bækur ehf. skráður eigandi fasteignanna. Bjarni Þór Óskarsson, forsvarsmaður félagsins, segir nokkra aðila hafa sýnt áhuga á að opna hótel í þessum húsum, sem eru á horni Laugavegar og Snorrabrautar. Tilefnið er fyrirspurn Sigurvins Bjarnasonar til skipulagsfulltrúans í Reykjavík um leyfi til að innrétta hótel í húsnæðinu. Hefur skipulagsfulltrúi tekið jákvætt í fyrirspurnina „að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi“. Ekki tókst að ná tali af Sigurvin. Samkvæmt fyrirtækjaskrá Creditinfo er Sigurvin varamaður í stjórn félagsins AL1 ehf., sem er í hugbúnaðargerð. Bjarni Þór segir þessar fyrirspurnir með öllu ótengdar félaginu Rit og bækur. „Þær hugmyndir sem komu á borð borgarinnar eru ekki á okkar vegum. Hins vegar hafa fjölmargir sýnt áhuga á þessari fasteign, þar á meðal aðilar sem hafa áhuga á einhvers konar hótelrekstri hér á horni Laugavegar og Snorrabrautar. Menn hafa haft samband og fengið að skoða húsnæðið en eignin er ekki í sölumeðferð,“ segir Bjarni Þór

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar