Brjánn Birgisson, safnvörður
Kaupa Í körfu
„Við uppsetningu bókasafnsins hér í Spönginni fórum við að sumu leyti þessa klassísku leið, sem hefur reynst farsæl,“ segir Brjánn Birgisson. Safnið lánar t.d. ekki rafbækur enda um flókna samninga að ræða sem Borgarbókasafnið þarf að gera við útgefendur áður en möguleiki verður á slíkri útleigu. Brjánn segir þó ýmsar nýjungar og nýjar áherslur komnar með nýju safni í Spönginni. „Í stað þess að horfa eingöngu á útlán bóka erum við að bæta aðstöðuna í safninu. Gera það að ákjósanlegum stað fyrir fólk til að njóta þess sem safnið býður upp á. Útlán hafa almennt dregist saman þó við höfum séð aukningu hér í Grafarvogi. Á sama tíma hefur almennur gestafjöldi á bókasöfnum Borgarbókasafns ekki minnkað með sama hætti og útleiga bóka. Fólk er því meira komið til að vera á safninu og nýta sér aðstöðu þess en að sækja sér bækur til útlána.“ Brjánn segir að í bókasafninu í Grafarvogi sé góða aðstaða með sófum og þægilegum stólum, góður kaffikrókur og herbergi fyrir fólk til að lesa í næði og vinna verkefni. „Við erum enn að koma okkur fyrir og það er ekki allt tilbúið en ef fólk er með góðar hugmyndir eða óskir um að- stöðuna erum við opin fyrir því að skoða allt.“
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir