F H - Í R handbolti karla

F H - Í R handbolti karla

Kaupa Í körfu

FH - ÍR handbolti karla. Svo virtist sem hugur FH-inga væri þegar búinn að koma sér fyrir í Laugardalshöllinni og menn farnir að velta sér upp úr undanúrslitum bikarsins í næstu viku þegar liðið fékk ÍR í heimsókn í Olís-deild karla í handknattleik í gærkvöldi. Einn leik í einu sagði maðurinn, nokkuð sem heimamenn virtust hafa gleymt, og töpuðu þeir þriðja leik sínum í röð, nú gegn sprækum Breiðhyltingum sem komust um leið aftur á sigurbraut. ÍR-ingar halda því enn í við toppliðin tvö í efri hluta deildarinnar. Lokatölur 32:30. Það má vel taka undir orð Halldórs Jóhanns Sigfússonar, þjálfara FH, sem sagði við Morgunblaðið eftir leikinn að ætli menn sér að spila svona þegar í bikarinn er komið verði þeir einfaldlega rassskelltir. Sautján tapaðir boltar segir allt sem segja þarf og margir lykilmenn virtust einfaldlega fjarverandi. Af fjórtán mörkum FHinga í fyrri hálfleik skoruðu þeir Ásbjörn Friðriksson og Magnús Óli Magnússon ellefu þeirra, og samtals gerðu þeir félagar 63% marka liðsins í leiknum. Ísaks Rafnssonar er sárt saknað, en þetta var þriðji leikurinn í röð þar sem hann er frá. Þeir hafa líka allir tapast.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar