Erlend endurfjármögnun

Kristján Akureyri

Erlend endurfjármögnun

Kaupa Í körfu

Jóhann Pétur Reyndal frá Kaupþingi og Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri við undirritun lánsskjalana. AKUREYRARBÆR hefur tekið lán til 10 ára hjá þýskum banka að upphæð 5 milljónir evra, eða um 375 milljónir íslenskra króna. Dan Brynjarsson, fjármálastjóri Akureyrarbæjar, sagði að lánið yrði að stærstum hluta notað til greiða niður óhagstæðara innlent lán. Hann sagði að lánskjör erlendis væru hagstæð um þessar mundir og því væri bærinn að nýta sér stöðuna á markaðnum. Dan sagði að lánið yrði trúlega í fleiri en einum gjaldmiðli, lánsupphæðin færi í sérstaka gengiskörfu, þannig að gengisáhættan verði sem minnst. Kaupþing og ABN Amro Bank í Þýskalandi höfðu milligöngu um lánið en Kaupþing var jafnframt ráðgefandi bæjarins vegna lántökunnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar