Viðurkenningar veittar úr Minningarsjóði Vilhjálms Vilhjálmssona

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Viðurkenningar veittar úr Minningarsjóði Vilhjálms Vilhjálmssona

Kaupa Í körfu

Þóra Guðmundsdóttir, ekkja Vilhjálms, og Magnús Kjartansson veittu Sólveigu, Steinunni og Guðmundi styrkina. Sara var fjarverandi. Fjórir heppnir söngvarar hlutu styrki úr Minningarsjóði Vilhjálms Vilhjálmssonar í gær, fyrir skóla- árið 2015-2016. Markmið sjóðsins er að styrkja árlega til náms söngvara, sem þykja skara fram úr á sínu sviði. Er þetta fjórða úthlutunin úr sjóðnum frá því hann var stofnaður árið 2008 og í ár voru það Sólveig Óskarsdóttir og Steinunn Þorvaldsdóttir, nemendur við framhaldsdeild Söngskólans í Reykjavík, sem fengu styrki til háskólanáms við Söngskólann næsta vetur. Einnig hlaut Sara Blandon, nemandi við framhaldsdeild Tónlistarskóla FÍH, styrk til náms til burtfarar og kennaranáms við Tónlistarskóla FÍH næsta vetur. Að endingu hlaut Guðmundur Dav- íðsson, nemandi við Söngskóla Sigurðar Demetz, styrk til áframhaldandi náms við Söngskóla Sigurðar Demetz næsta vetur

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar