100 ár frá brunanum mikla í Reykjavík

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

100 ár frá brunanum mikla í Reykjavík

Kaupa Í körfu

Slökkviliðið í Reykjavík, í samstarfi við Reykjavíkurborg, stendur fyrir sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur í tilefni af því að liðin eru 100 ár frá brunanum mikla í miðbæ Reykjavíkur, þar sem 12 hús brunnu. Síðastlið- inn laugardag var fimm slökkviliðsbílum frá árunum 1932-2000 stillt upp við Austurvöll og m.a. boðið upp á leiksýningar um brunann. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri segir sýninguna og opnunarviðburð hennar hafa gengið ljómandi vel og fjölmenni mætt. „Upp úr stendur mikil saga og áhrif brunans á uppbyggingu slökkviliðisins og þróun borgarinnar. Eftir brunann hurfu timburhús að mestu, aðallega vegna strangra krafna um fjarlægð á milli húsa og hámarksstærð timburhúsa.“ Sýningin stendur fram á þriðjudag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar