Flugmessa í Grafarvogskirkju

Flugmessa í Grafarvogskirkju

Kaupa Í körfu

Það er sannarlega ekki á hverjum degi sem sóknarpresturinn í Grafarvogskirkju mætir á þyrlu í vinnuna. Sú var þó raunin í gær þegar sérstök flugmessa var haldin og fór ekki framhjá íbúum í Grafarvogi þegar þyrla Landhelgisgæslunnar af gerðinni Super Puma lenti á bílastæði kirkjunnar rétt fyrir hálfellefu á sunnudagsmorgni. Um borð voru séra Vigfús Þór Árnason, séra Guðrún Karls Helgudóttir, séra Arna Ýrr Sigurðardóttir, Sigurður Heiðar Wiium yfirflugstjóri, Jóhannes Jónsson flugmaður og Jar- þrúður Guðnadóttir frá Flugfreyjukór Icelandair. Þetta er í annað sinn sem flugmessa er haldin en liðin eru tíu ár frá þeirri fyrri. Flugfólk sér að mestu um messuna og að þessu sinni léku flugmenn þyrlunnar stórt hlutverk. Flugstjórinn lék á trompet í messunni og flugmaðurinn flutti ritningarorð. Sóknarpresturinn, séra Vigfús, sagðist kunna því vel að koma á þyrlu í vinnuna. „Þetta er mjög skemmtilegt og ég er ekki flughræddur,“ sagði hann glaður í bragði að messu lokinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar