Torfæra

Malín Brand

Torfæra

Kaupa Í körfu

E sími 5341045 flaust finnst einhverjum hugmyndin um að aka á vatni álíka fjarstæðukennd og hugmyndin um að ganga á vatni. Nema vatnið sé frosið, þá er lögmálunum ekki storkað með sama hætti. Að lokinni afmælissýningu torfærunnar á Íslandi sl. laugardag fór einmitt fram fleytingakeppni á ánni við aksturssvæði Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu. Slík keppni gengur út á að koma farartækjum drjúgan spöl eftir á eða vatni. Í þessu tilviki var keppt á mótorhjólum, vélsleðum og torfærubílum og gáfu menn allt í botn áður en brunað var út í ána. Torfærutækin eru mörg hver vel yfir þúsund hestöfl en margar breytur eru í jöfnunni að baki hinni fullkomnu fleytingu. Þó ekki séu mörg dæmi um eiginlega fleytingakeppni hér á landi er nokkuð ljóst að íslenskt akstursíþróttafólk hefur lengi leikið sér að vatninu með misjöfnum árangri þó. Fyrir tæpu ári setti Guð- björn Grímsson heimsmet í fleytingum þegar hann ók á 87 kílómetra hraða eftir rúmlega 300 metra vatnsfleti árinnar

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar