KR - FH fótbolti karla

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

KR - FH fótbolti karla

Kaupa Í körfu

Þegar þú ert þjálfari, ert með Atla Guðnason í þínu liði og hann sést varla í 80 mínútur, þá er samt ekki endilega skynsamlegt að skipta honum af velli. Þetta veit Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Hann notaði sínar skiptingar í annað og í lokin var það Atli Guðnason sem gerði útslagið í risaslagnum við KR í Vesturbænum. Þessi reyndi og útsjónarsami sóknarmaður skoraði tvívegis á lokamínútum leiksins og tryggði FH torsóttan en ákaflega mikilvægan sigur, 3:1, og þrjú stig sem eru dýrmætari en mörg önnur slík sem Hafnarfjarðarliðið á eftir að innbyrða í sumar. Atli tekur því upp þráðinn þar sem frá var horfið í haust. Þá gerði hann sex mörk í síðustu sex leikjum FH í deildinni og var hvað eftir annað örlagavaldur í leikjum liðsins

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar