KR - FH fótbolti karla

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

KR - FH fótbolti karla

Kaupa Í körfu

Atli Guðnason, leikmaður FH, var ánægður með að ná að landa þremur stigum í leik liðsins gegn KR í fyrstu umferð Pepsi deildarinnar í knattspyrnu á Alvogen-vellinum í gærkvöldi. Atli tryggði FH sigurinn, 3:1, með tveimur mörkum undir lok leiksins. „Við komum hingað til þess að sækja þrjú stig og ég er gríðarlega sáttur með að það hafi tekist. Mér fannst við ekki vera að skapa mikið framan af leik. Þeir komast yfir sem var að mörgu leyti sanngjarnt. Við náðum hins vegar sem betur fer að jafna og eftir það fannst mér við ná undirtökum í leiknum og komast yfir,“ sagði Atli við Morgunblaðið. „Þeir fá hins vegar fullt af færum til þess að jafna eftir að við komumst í 2:1, en Robbi (Róbert Örn Óskarsson) bjargaði okkur sem betur fer. Við vorum heppnir að mínu mati í dag að fá öll þrjú stigin. Robbi bjargaði okkur hvað eftir annað í leiknum og hann á mikinn þátt í sigrinum,“ sagði Atli. „Við lögðum upp með að halda markinu hreinu í upphafi leiks og reyna svo að koma okkur hægt og bítandi inn í leikinn og vinna þennan leik. Það gekk vissulega ekki eftir að halda markinu hreinu, en við náðum að tryggja okkur þrjú stig með því að skora. Það skiptir ekki öllu máli hver skorar eða hvernig það gerist. Við náðum í þrjú stig í dag og ég er gríðarlega ánægður með það,“ sagði Atli Guðnason.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar