Bjarni Ólafsson

Sigurður Aðalsteinsson

Bjarni Ólafsson

Kaupa Í körfu

Nýr Bjarni Ólafsson AK kom í gær til Neskaupstaðar og leysir af hólmi eldra skip með sama nafni. Nýi Bjarni Ólafsson er keyptur frá Noregi og bar áður heitið Fiskeskjer. Skipið var smíðað árið 1999, burðargeta skipsins er 1.980 tonn og er unnt að kæla allan aflann. Ráðgert er að nýi Bjarni Ólafsson haldi til kolmunnaveiða í færeysku lögsögunni á morgun, að því er fram kemur á heimasíðu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Það er fyrirtækið Runólfur Hallfreðsson ehf. á Akranesi sem á og gerir skipið út, en Síldarvinnslan á rúmlega þriðjungshlut í fyrirtækinu

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar