Sjávarklasinn - Eva Rún Michaelsdóttir

KRISTINN INGVARSSON

Sjávarklasinn - Eva Rún Michaelsdóttir

Kaupa Í körfu

Hús sjávarklasans hóf starfsemi sína í Grandagarði 16 haustið 2012 þegar opnuð voru 11 skrifstofurými í tæplega 800 fermetra rými. Þá voru um 20 fyrirtæki í húsinu með tæplega 30 starfsmönnum. Fyrir skömmu var lokið við frekari stækkun á húsnæðinu og nú eru starfandi í Húsi sjávarklasans um 50 fyrirtæki með 120 starfsmönnum. Eva Rún Michelsen er framkvæmdastjóri Húss sjávarklasans. Hún segir rekstur fyrirtækjanna sem eru í húsinu mjög fjölbreyttan. „Sjávarklasinn hýsir margskonar tæknifyrirtæki, vöruþróunarfyrirtæki og ráðgjafafyrirtæki. En við erum líka með stærri fyrirtæki eins og Eimskip, Samherja og Marel sem eru með aðstöðu í húsinu.“ Auk þess eru tvö frumkvöðlasetur í húsinu sem rekin eru í samstarfi við Eimskip, Brim, Icelandair Cargo og Mannvit. Þá segir Eva Rún að í undirbúningi sé að opna veitingastaðinn Bergsson RE í samvinnu við Þóri Bergsson og áform eru um að opna matarmarkað undir heitinu Reykjavík Food Hall. „Með þessum nýjungum getum við gert húsið að- gengilegra fyrir gesti og gangandi sem geta þá komið til okkar og nálgast ferskar sjávarafurðir á neðstu hæðinni.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar