Árni Oddur Þórðarson

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Árni Oddur Þórðarson

Kaupa Í körfu

Eftirtektarverður árangur af viðamikilli endurskipulagningu kom fram í fyrsta ársfjórðungsuppgjöri Marel þar sem tekjurnar jukust um 35% milli ára og EBITDA var nærri þrisvar sinnum hærri en á sama tíma árið á undan. Þá hækkaði verðmæti pantana um 32% og hefur aldrei verið hærra. Árni Oddur Þórðarson tók við starfi forstjóra Marel fyrir 18 mánuðum eftir að hafa setið í stjórn félagsins í 8 ár á undan. Það kom mörgum á óvart þegar fjárfestirinn Árni Oddur settist í stól forstjórans á sínum tíma en hann hefur ásamt framkvæmdastjórn sinni staðið í ströngu við að straumlínulaga og einfalda reksturinn. Markviss vinna við að fækka verksmiðju- og nýsköpunarstarfsstöðvum úr 19 í 11 ásamt því að skerpa á markaðssókninni hefur styrkt reksturinn umtalsvert. Marel var skráð á hlutabréfamarkað árið 1992 og var þá velta félagsins 300 millj- ónir króna og starfsmenn voru 45. Félagið hefur vaxið hratt frá skráningu og veltan nærri fjögurhundruðfaldast en á síðasta ári var veltan orðin 105 milljarðar króna og starfsmenn eru nú um 4.000 staðsettir á 32 starfsstöðvum Marel úti um allan heim.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar