Stjarnan - Grótta handbolti kvenna

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Stjarnan - Grótta handbolti kvenna

Kaupa Í körfu

Stjarnan jafnaði metin í úrslitarimmunni við Gróttu um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna í gærkvöldi með afgerandi sigri, 23:19, í öðrum leik liðanna í TM-höllinni í Garðabæ. Stjarnan hafði sex marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 15:9, og leyfði leikmönnum Gróttu ekki að minnka muninn nema niður í þrjú mörk þegar best lét í síðari hálfleik. Hvort lið hefur hlotið einn vinning í kapphlaupinu um Íslandsmeistaratitilinn og mætast á nýjan á leik á sunnudaginn á Seltjarnarnesi. Góður markvörður er nánast gulls ígildi fyrir hvert handknattleikslið og afgerandi sóknarmaður sem getur breytt leikjum nánast upp á eigin spýtur er einnig mikils virði. Þessir tveir leikmenn voru innanborðs í Stjörnulið- inu þegar það mætti til leiks í gærkvöldi. Landsliðsmarkvörðurinn Florentina Stanciu varði hvað eftir annað frá leikmönnum Gróttu í opnum færum og braut niður sjálfstraust nokkurra leikmanna þegar á leikinn leið. Þá kom Heiða Þegar vonin vaknaði um stund í brjóstum leikmanna Gróttu í síðari hálfleik og forskot Stjörnunnar var komið niður í þrjú mörk þá birtist hinn markvörður Stjörnuliðsins, Heiða Ing- ólfsdóttir. Hún varði vítakast frá Evu Björk Davíðsdóttur og slökkti um leið vonina veiku. Hinn leikmaðurinn sem bylti Stjörnuliðinu að þessu sinni og varð til þess að gjörbreyta stöðnuðum sóknarleik liðsins var Guðrún Erla Bjarnadóttir. Hún kom til leiks rétt fyrir miðjan fyrri hálfleik og stimplaði sig strax inn með fjórum mörk í fimm skotum í fyrri hálfleik auk þess sem hún opnaði fyrir félaga sína. Koma Guðrúnar í sóknarleik Stjörnunnar kom róti á varnarmenn Gróttu sem vissu ekki hvernig þeir áttu að mæta Guðrúnu. Hún hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik. Hún sprengdi upp sóknarleik Stjörnunnar og lagði þannig sín lóð á vogarskálarnar. Vissulega lögðu fleiri leikmenn Stjörnunnar hönd á plóginn en Florentina og Guðrún Erla voru leikmennirnir sem mest munaði um

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar