Ferhyrndur hrútur í Mývatnssveit
Kaupa Í körfu
Kristján Ingjaldur Tryggvason bóndi á Árlandi ásamt hrútnum Sprota. Það er gaman að viðhalda því sem er til og þetta ferhyrnda fé má ekki deyja út. Sumum finnst þetta fallegt en öðrum finnst svona fé frekar ljótt. Það er hins vegar spennandi að rækta þetta og það hef ég gert síðan ég keypti mér ferhyrndan hrút á Ytra-Lóni í N- Þing. árið 1998.“ Þetta segir Kristján Ingjaldur Tryggvason, bóndi á Árlandi í Þingeyjarsveit, en hann hefur gaman af ákveðnum sérkennum í íslenska sauðfjárstofninum og hrúturinn Sproti er sjötti ættliðurinn í ræktun hans á ferhyrnda fénu. „Maður þarf að hafa mikið op á garðanum fyrir svona horn en þau eru líklega um 60 cm á lengdina og eiga eftir að lengjast. Sproti er fæddur 2012 og er því þriggja vetra. Forfeður hans voru allir ferhyrndir nema einn sem var þríhyrndur,“ segir Kristján og reiknar jafnvel með að hornin fari yfir 70 cm áður en langt um líður. Kristján segir að þetta sé ekkert lakara fé en annað fé og ekki mjög fitusækið sem sé mjög gott. Hann segir að þetta séu ríkjandi erfðir þannig að ekki þurfi nema annar einstaklingurinn að hafa þetta í sér til þess að það fæðist ferhyrnd kind og þannig hafi þetta síður dáið út. Hann segir að hrútlömbin fæðist 70% ferhyrnd, en hlutfallið í gimbrunum sé oftast minna.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir