Norðurlandamót í Júdó

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Norðurlandamót í Júdó

Kaupa Í körfu

Íslendingar eignuðust tvo Norð- urlandameistara í júdó á móti sem lauk í gær í Laugardalshöll. Axel Kristinsson sigraði í -66 kg flokki og Þormóður Jónsson varð hlutskarpastur í +100 kg flokki. Þá kepptu Vignir Stefánsson, Hermann Unnarsson og Janusz Gabriel Komendera til úrslita en töpuðu og fengu þar með silfur. Aldrei hefur verið haldið jafn sterkt og fjölmennt Norðurlandameistaramót á Íslandi. Allt besta júdófólk landsins var á meðal keppenda, alls kepptu 250 manns frá öllum Norðurlöndunum. Mörg glæsileg tilþrif sáust á mótinu en júdó hefur breyst mikið í gegnum árin og er tekið hart á því ef á að mæta inn á keppnisgólfið og hanga í vörn. Sóknin er besta vörnin og er greinin mjög áhorfendavæn. Hröð, spennandi og alltaf er möguleiki á fullnaðarsigri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar