Bóas börkur blóðgjafi

Bóas börkur blóðgjafi

Kaupa Í körfu

Bóas Börkur Bóasson gaf blóð í 100. skipti í síðustu viku. Börkur, eins og hann er venjulega kallaður, var leystur út með pakka frá Blóðbankanum af þessu tilefni. Hvert skipti tekur um tvo tíma og hefur hann því legið í hartnær tvær vinnuvikur á bekknum. Börkur er einn af þeim sem gefa blóðflögur, en þær eru aðallega notaðar til að gefa krabbameinssjúklingum. Um 100 manns eru í þeim hópi en misvirkir. „Ferlið tekur um 90 mínútur þannig að ef allt stoðkerfi, hjarta og æðakerfi er í góðu lagi er þetta ekkert mál. Líkaminn vill loka æðum sem eru opnar lengi þannig að það þarf sterkar og góðar æðar. Mest af blóðflögunum fer til krabbameinssjúklinga, eða rúm 95%. Þá er bú- ið að keyra þá alveg niður í núll í ónæmiskerfinu vegna lyfjagjafar og geislameðferðar og er blóðflögunum sprautað í þá og þær taka til starfa við að rífa viðkomandi upp og halda ónæmiskerfinu hraustu,“ segir Börkur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar