Flugvélaflak í Mosó

Styrmir Kári

Flugvélaflak í Mosó

Kaupa Í körfu

Magnús Hlini Víkingur Magnússon, flugmaður flugvélar sem hafnaði í sjónum við Mosfellsbæ í gær, segist ekki hafa verið í lágflugi þegar atvikið átti sér stað heldur hafi einungis verið um slys að ræða. „Ég var að fara að taka snertilendingu til austurs og var því alls ekki í neinu lágflugi eða með glannaskap,“ segir Magnús Hlini og bendir á að þegar hann tekur u-beygju á flugvél sinni hafi hann verið í „góðri hæð“. Magnús Hlini hefur verið með einkaflugmannsréttindi í um tvö ár og á að baki 140 til 150 flugtíma. Í gærmorgun, einungis fáeinum klukkustundum fyrir slysið, lauk hann síðasta skólaprófi sínu í atvinnuflugmannsnámi

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar