Leiknir - ÍA

Styrmir Kári

Leiknir - ÍA

Kaupa Í körfu

Hátíðlegt var um að litast í Breið- holtinu í gærkvöldi þegar Leiknismenn fögnuðu þeim tímamótum í sögu félagsins að leika í fyrsta skipti á heimavelli í efstu deild. Fánar blöktu við hún, hamborgarar voru grillaðir, full stúka af áhorfendum og bros á hverju andliti. Leiknismenn fengu reyndar ekki úrslitin sem þeir hefðu óskað sér en kannski voru þeir enn í skýjunum eftir óskabyrjun í deildinni á dögunum. Skagamenn höfðu betur, 1:0, og nældu í sín fyrstu stig í sumar eftir að hafa tapað fyrir ríkjandi meisturum í fyrstu umferðinni. Ef mið er tekið af leiknum í gærkvöldi þá eru ýmis teikn á lofti um að Gunnlaugur Jónsson sé á réttri leið með Skagaliðið. ÍA hefur oft teflt fram liði í efstu deild með þekktari nöfnum innanborðs en spilamennska liðsins var oft ágæt gegn Leikni. ÍA átti margar ágætar sóknarlotur í leiknum en tókst ekki alltaf að ljúka þeim með skottilraunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar