Tesla T85S

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Tesla T85S

Kaupa Í körfu

E VEN rafbílar buðu til sumarveislu síðastliðinn laugardag í Smáralind. Tilefnið var öðrum þræði að kynna nýjasta útspil Tesla Motors, Tesla Model S P85D. Frumsýning á P85d eru óneitanlega nokkur tíðindi fyrir bílaáhugafólk því rétt eins og Tesla Model S markaði ákveðin skil í framleiðslu rafbíla þá er hið nýja flaggskip vægast sagt áhugaverður kostur, ekki bara sem rafbíll heldur sem hraðskreiður bíll í það heila. Geðveikishnappur á sínum stað Bíllinn er um 700 hestöfl og þetta gríðarlega afl gerir honum kleift að fljúga upp í hundraðið á 3,2 sek- úndum. Það þýðir að hröðunin upp í 100 km/klst. er 1,4 sekúndum meiri en í forveranum. Hefðbundin Model S er fráleitt dauf í akstri, heldur þvert á móti spræk eins og raketta. Það sem gerir Model S spennandi er hins vegar tekið og djassað upp enn frekar í P85D. Til marks um ásetning framleiðandans er hnappur í mælaborðinu með mismunandi stillingum hröð- unar – eins og þekkt er í mörgum bílum þar sem oftast er að finna Eco, Normal og Sport. Tesla Model S P85D hefur aftur á móti stillingu sem heitir því lýsandi nafni „Insane Mode“ sem gæti útlagst sem „geðveikisstillingin“. Það eru til myndbönd á Youtube sem sýna grunlausa farþega í framsæti bílsins fá að kynnast geðveikisstillingunni af eigin raun. Af við- brögðum þeirra að dæma stendur umrædd stilling undir nafni því flestir fálma í ofboði eftir handfestu, skreppa saman í fósturstellinguna eða kveina á ökumanninn að stoppa. Þegar viðkomandi „fórnarlömb“ hafa náð áttum og andanum kemur iðulega krakkalegur glampi í augun á þeim og þau vilja fá aðra ferð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar