Mýrargata við Ánanaust
Kaupa Í körfu
Beygjureinin við Sögusafnið, þar sem beygt er frá Mýrargötu inn á Grandagarð hefur verið lokuð frá því í fyrrahaust. Á annatíma hefur myndast þar nokkur örtröð þar sem ökumenn á leið að Grandagarði hafa þurft að aka inn á Grandatorg, stóra hringtorgið á svæðinu, og taka þar fyrstu beygjuna til norðurs komi þeir vestur eftir Mýrargötunni. Ekki stendur til að taka beygjureinina aftur í notkun. „Ástæðan er deiliskipulag svæðisins, sem kveður á um lokun hennar,“ segir í svari Ólafs Bjarnasonar, samgöngustjóra Reykjavíkurborgar, við fyrirspurn blaðamanns. Miklar breytingar hafa verið gerðar á svæðinu að undanförnu og hvað sem deiliskipulaginu líður má glögglega sjá hversu líflegt er orðið við Vesturhöfnina og alla leið út á Granda. Eins og greint hefur verið frá er mikil eftirspurn eftir hverju því verslunarplássi sem losnsar úti á Granda og er fjölbreytileiki rekstrar á svæðinu með besta móti. Á meðal þess sem þar er nú þegar er ísbúð, ostabúð, þrjú söfn og þar á meðal hvalasafn, veitinga- og kaffihús auk ýmissa verslana og skrifstofa. Deiliskipulag svæðisins gerir til dæmis ráð fyrir byggingu fjölda nýrra íbúða auk atvinnuhúsnæðis.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir