Skip

Jim Smart

Skip

Kaupa Í körfu

SJÖTÍU þúsund tonna skemmtiferðaskip, Crown Princess, lagðist að Reykjavíkurhöfn um ellefuleytið í gær. Að sögn Rolfs Arnarsonar, fulltrúa umboðsdeildar Eimskips, er skipið með þeim stærri sem komið hafa hingað til lands, en Eimskip sér um viðhald skipsins meðan það er í höfn. Á skipinu eru um 1550 farþegar, aðallega frá Bandaríkjunum, en um 690 manns eru í áhöfn þess. Rolf sagði skipið 245 metra á lengd, 36 metra á breidd og glæsilegt skip í alla staði. Skipið sigldi úr höfn klukkan 21 í gærkvöld eftir dagsdvöl á Íslandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar