Sáttasemjari - kjaradeilur - SGS
Kaupa Í körfu
Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir ljóst að hækkun dagvinnulauna á móti lægra yfirvinnuálagi verði ekki samþykkt af hálfu SGS í þessum kjarasamningum. Því standi kröfugerð sambandsins um 300 þúsund króna lágmarkslaun óhögguð. „Okkur líst ekki á að setja þetta inn í þessa samninga. Það er frekar að hægt sé að skoða þetta á milli samninga og þetta eigi sér lengra ferli. Þetta verður ekki lausnin á þessum samningum,“ segir Björn. Hann segir að mönnum hugnist ekki að yfirvinnuálag lækki. „Þetta getur þýtt það að þeir sem vinna mikla yfirvinnu endi í mínus ef samið yrði á þessum nótum,“ segir Björn. SA setti fram hugmyndir sínar við VR og Flóabandalagið í gær. „Við fyrstu sýn kemur þetta ágætlega út en við þurfum lengri tíma til að geta metið það endanlega,“ sagði Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. Sigurður Bessason hjá Eflingu var ekki eins jákvæður. „Ég tel að við eigum enn töluvert langt eftir áður en við klárum kjarasamninga,“ segir hann.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir