Flugkappar, Sigurjón Valsson

Styrmir Kári

Flugkappar, Sigurjón Valsson

Kaupa Í körfu

Fyrir tæpum hundrað árum, árið 1917, lögðu nokkrir menn á ráðin um það að kaupa flugvél og nota hana hér á landi til ýmissa verka. Eflaust hefur einhverjum þótt mennirnir galnir að láta sér detta annað eins í hug. Hér voru varla komnir vegir! Úr varð eins konar ævintýri og er sagan af komu fyrstu flugvélarinnar hingað til lands æði mögnuð. Vélin var af gerðinni Avro 504K og hófst framleiðsla Avro 504 (sem til var í nokkrum útfærslum á borð við K) árið 1913. Hún var töluvert notuð í fyrri heimsstyrjöldinni og þótti henta ljómandi vel til flugkennslu. Til heiðurs hugsjóninni Það er vel við hæfi að segja hér sögu þessarar fyrstu flugvélar Íslendinga því á morgun er stofnfundur Hins íslenska Avro-félags. Að baki félaginu eru nokkrir af flugköppum nútímans og eru þeir hugsjónamönnum fortíðarinnar afar þakklátir. Það er meðal annars ástæða þess að þeir ætla að kaupa Avro 504 og sjá til þess að hún fljúgi á hundrað ára afmælisdegi flugsins á Íslandi, hinn 3. september 2019. Einn þeirra sem hafa unnið undirbúningsvinnu í tengslum við stofnun félagsins er flugstjórinn Sigurjón Valsson. Hann er mikill áhugamaður um flugsöguna og þekkir vel til sögu fyrstu flugvélarinnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar