Gengið í skjóli á Þórshöfn

Líney Sigurðardótti

Gengið í skjóli á Þórshöfn

Kaupa Í körfu

Þrátt fyrir kalsaveður og snjó sleppa eldri borgarar ekki gönguferðum heldur finna sér skjól inni í íþróttamiðstöð- inni, þar sem þeir eiga fasta göngutíma í salnum þrisvar í viku og nefnast „gengið í skjóli“. Það er því mikil aldursbreidd gesta í íþróttahúsinu, allt frá ungbörnum til eldri borgara en gönguhópurinn er á aldrinum frá því um sjö- tugt og yfir nírætt. Hópurinn fer í þreksalinn og tekur göngutúra í stóra salnum þar sem tónlist hljómar í tækjunum. Aðeins er spiluð tónlist í flutningi fólks, sem á ættir sínar að rekja til Þórshafnar og um þessar mundir eru það systkinin Ómar, Óskar og Ingibjörg Guðjónsbörn sem hljóma í tækjunum, en faðir þeirra er frá Þórshöfn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar