Elfa Lilja og Nanna

Styrmir Kári

Elfa Lilja og Nanna

Kaupa Í körfu

Tónlistarkennararnir Elfa Lilja Gísladóttir og Nanna Hlíf Ingvadóttir virðast eiga töluverðum vinsældum að fagna í Kína. Elfa Lilja er nýkomin úr sinni fyrstu ferð og Nanna Hlíf fór tvisvar, fyrst í apríl í fyrra og svo aftur þá um haustið. Og Kínverjarnir hafa beðið þær að koma aftur. Kínaævintýrið eins og þær kalla vinnuferðir sínar kom til vegna tengsla þeirra við sinn gamla skóla, Carl Orff Institut í Salzburg í Austurríki, sem stofnaður var af samnefndu tónskáldi. Orff lést 1982 en hann er þekktastur er fyrir tónverkið Carmina Burana og brautryðjandastarf í tónlistarkennslu barna. „Út frá hreyfingu kemur tónlist, út frá tónlist kemur hreyfing,“ er megininntakið í hugmyndafræðinni eða svokallaðri Orff-nálgun og hafa þær Elfa Lilja og Nanna Hlíf flutt boðskapinn um höf og lönd í áranna rás. Nú síðast í Kína „… þar sem við erum orðnar heimsfrægar“, segja þær í gríni. Að minnsta kosti hafi heil móttökunefnd beðið þeirra á flugvellinum í Peking og borið þær á höndum sér meðan á dvöl þeirra stóð

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar