Unnur Guttormsdóttir

Unnur Guttormsdóttir

Kaupa Í körfu

Áhugaleikhópurinn Hugleikur hefur að undanförnu sýnt gamanleikinn Stóra hangikjöts-, Orabauna- og rófumálið: Taðreyktur sakamálatryllir í leikstjórn Hrundar Ólafsdóttur og hefur verið uppselt á allar sýningar. Aukasýning verður í sal félagsins úti á Granda í kvöld og síð- asta sýning á föstudag. Leikhópurinn var stofnaður 1984 og hefur Unnur Guttormsdóttir verið í honum frá byrjun. Hún er einn höfunda verksins, sem nú er á fjölunum, ásamt Önnu Kristínu Kristjánsdóttur og Sigrúnu Óskarsdóttur, auk þess sem hún hefur samið mörg önnur verk með öðrum fyrir Hugleik, verið í hópi leikara og sinnt stjórnarstörfum auk annarra starfa. Unnur segir að Ingibjörg Hjartardóttir hafi ákveðið að stofna leikhópinn á sínum tíma, hóað saman fólki og hún hafi verið þar á meðal. „Mér fannst þetta svo fyndið og hugsaði með mér að ég gæti að minnsta kosti sópað eða hellt upp á könnuna en áður en ég vissi af var ég farin að leika og skrifa,“ segir hún. Bónorðsförin var fyrsta verk Hugleiks, sýnt 1984, og þá var Unnur sögumaður. Sálir Jónanna var sýnt 1986 og var það fyrsta leikverk Unnar fyrir leikhópinn, en það samdi hún með Ingibjörgu Hjartardóttur og Sigrúnu Óskarsdóttur. „Það var skemmtilegt að prófa þetta,“ rifjar hún upp um leikritið sem byggt er á sögunni um Sálina hans Jóns míns. „Þetta voru þrjár kerlingar og einn karl, sem fóru með Jónana sína til himnaríkis.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar