Skóflustunga
Kaupa Í körfu
FYRSTA skóflustunga að nýju hverfi við Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit var tekin nýlega, en um er að ræða rað- og parhúsahverfi. Um er að ræða byggingareit austan við þjóðveginn, við Hrafnagilsskóla og hefur Sveinn Heiðar Jónsson, byggingaverktaki á Akureyri, fengið reitinn til skipulags og bygginga íbúðanna til sölu á frjálsum markaði. Á reitnum verða 12 íbúðir og verða húsin að stærstum hluta forsmíðuð. Sveinn Heiðar sagði að fyrstu þrjú húsin yrðu tilbúin til afhendingar næsta sumar eða 15. júlí, en þær íbúðir hefur Eyjafjarðarsveit keypt sem leiguíbúðir fyrir sveitarfélagið. Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri sagði fyllstu ástæðu til að lýsa yfir mikilli ánægju með samstarfið við Svein Heiðar um byggingaframkvæmdir á Hrafnagilssvæðinu. "Hann hefur allt frá því að fyrst var til hans leitað um framkvæmd af þessum toga sýnt málinu mikinn áhuga og ég óska honum góðs gengis og vona að næsta ár líði ekki án þess að tekist hafi að selja allar íbúðirnar," sagði Bjarni.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir