Samkeppnisstofnun

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Samkeppnisstofnun

Kaupa Í körfu

Í gær var haldin ráðstefna í tilefni af breyttum samkeppnislögum sem taka munu gildi 6. desember n.k. Ráðstefnan var fjölmenn og fylgdust ráðstefnugestir vel með erindum framsögumanna, þar sem fjallað var um áhrif nýju samkeppnislaganna í íslensku atvinnulífi. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, setti ráðstefnuna og í máli hennar kom fram að með lagabreytingunum, sem taka gildi sjötta næsta mánaðar, væru gerðar veigamiklar og nauðsynlegar lagfæringar á samkeppnislögunum sem tóku gildi 1. mars 1993, en túlkun dómstóla og erlend þróun hefðu leitt til þess að samkeppnislögin hefðu verið orðin ein þau veikustu í hinum vestræna heimi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar