Margir vilja spretta úr spori

Atli Vigfússon

Margir vilja spretta úr spori

Kaupa Í körfu

„Við erum að fara í sveitina og ætlum að fara á hestunum suður Hvammsheiði,“ sagði Tómas Örn Jónsson, sjómaður á Húsavík, þegar hann lagði upp frá brúnni við ós Mýrarkvíslar á sjómannadeginum. Hann vildi nota daginn til þess að fara í útreiðartúr ásamt konu sinni, Svanhildi Jónsdóttur, og dóttur þeirra, Sigrúnu Högnu Tómasdóttur, en fjölskyldan á nokkra hesta og eru þeir mikið áhugamál. Dóttirin var himinlifandi enda var það langþráður draumur að fara með báðum foreldrunum í útreiðartúr, en Tómas er oft svo vikum skiptir á sjónum og því oft ekki heima til þess að fara á bak með börnum sínum. Sjómennskunni fylgir oft löng útivist og þær mæðgur sjá oft um hestana. Eldri systirin, Thelma Dögg, er einnig liðtæk, en hún hefur unnið til margra verðlauna í sínum aldursflokki í hestaíþróttum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar