Suðurland - Flúiðir

Suðurland - Flúiðir

Kaupa Í körfu

Lumarðu á dýrindis kleinuuppskrift frá ömmu og langar til að fara út í framleiðslu á góðgætinu? Ertu búin/n að uppgötva hvernig gera á hina fullkomnu rabarbarasultu? Sé svo, þá er ástæða að líta við hjá Matarsmiðju Matís á Flúðum og kanna hvort og hvernig hægt er að framleiða dýrðina. Þar er alhliða matvælavinnsla, þar sem hægt er að vinna matvæli í vottuðum vinnslusal og fá aðgang að sérhæfðum tækjabúnaði. Einnig er hægt að fá þar ráðgjöf sérfræðinga. „Það er misjafnt að hversu miklu leyti fólk vinnur matvöruna hérna, það fer eftir því hvað um er að ræða. Sumt þarf að vinna eingöngu hér vegna þess að það er viðkvæmt, en annað er unnið að hluta til annars staðar,“ segir Ingunn Jónsdóttir, stöðvarstjóri Matarsmiðjunnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar