Íslenska landsliðið í knattspyrnu á æfingu

Arnaldur

Íslenska landsliðið í knattspyrnu á æfingu

Kaupa Í körfu

Helgi valinn í stað Brynjars ATLI Eðvaldsson gerði eina breytingu frá sigurleiknum við Svía fyrir fyrsta leik Íslands í undankeppni HM í knattspyrnu sem er gegn Dönum á Laugardalsvellinum kl. 18 í kvöld. Hann valdi Helga Kolviðsson til að leika á miðjunni í stað Brynjars Björns Gunnarssonar. Þetta er 17. A-landsleikur á milli Íslands og Danmerkur en samt í fyrsta skipti sem þjóðirnar mætast í undankeppni stórmóts. MYNDATEXTI: Það var nokkur spenna í leikmönnum íslenska landsliðsins á æfingu í gær vegna landsleiksins við Dani sem fram fer kl. 18 í dag á Laugardalsvelli. Hér má sjá hluta liðsins, Helga Kolviðsson, Tryggva Guðmundsson, Eyjólf Sverrisson, Ólaf Örn Bjarnason og Hermann Hreiðarsson, hita upp á æfingu í gær ásamt Atla Eðvaldssyni landsliðsþjálfara.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar