Kammeræfing

Jim Smart

Kammeræfing

Kaupa Í körfu

Bresk kammertónlist í Fríkirkjunni F YRSTU tónleikarnir af þremur sem helgaðir eru breskri kammertónlist verða haldnir í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld, miðvikudagskvöld, klukkan 20.30. Hópur sá sem stendur að tónleikunum hefur unnið saman á vettvangi tónlistarinnar í fjöldamörg ár og er skemmst að minnast Poulenc-hátíðarinnar sem haldin var í upphafi árs 1999. Þeir sem koma fram á fyrstu tónleikunum eru Ármann Helgason klarinettleikari, Elísabet Waage hörpuleikari, Eydís Franzdóttir óbóleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Kristín Mjöll Jakobsdóttir fagottleikari og Þórunn Guðmundsdóttir söngkona. Af nógu er að taka þegar bresk MYNDATEXTI: Hópurinn sem kemur fram á tónleikunum í Fríkirkjunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar