Selir - Selur - Selatjörn - Húsdýragarðurinn

Selir - Selur - Selatjörn - Húsdýragarðurinn

Kaupa Í körfu

Selkópur slapp í gærmorgun út úr Húsdýragarðinum og ráfaði þaðan um tvo kílómetra inn á tjaldsvæði í Laugardal þar sem hann hafðist við þar til lögregla handsamaði hann. Tómas Óskar Guðjónsson, forstöðumaður Húsdýragarðsins, sagði sér ekki um sel eftir að hafa heyrt fréttir dagsins. „Þetta hefur ekki gerst áður og mér þykir með ólíkindum að selur hafi náð að klifra yfir urðina sem þeir eru í.“ Selurinn slapp yfir steingarðinn sem umlykur selatjörnina og þaðan undir girðingu og út úr garðinum. Honum verður haldið frá selalauginni um sinn þar sem starfsmönnum þykir einsýnt að annars fari hann út aftur sömu leið. Ekki er til mannskapur í garðinum til þess að byrgja fyrir hana vegna sumarleyfa. Minkar hafa áður sloppið úr garðinum og horfið en þá segir Tómas sérstaklega illviðráðanlega. Stærri dýr segir hann hafa sloppið í einstökum tilfellum en ekki komist langt. Nautgripir sluppu úr garðinum fyrir nokkru og upp á Engjaveg en voru rekin þaðan aftur í garðinn

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar