Hólmavík - Strandir - Gunnar Þórðarson - tónskáld -

Sigurður Bogi Sævarsson

Hólmavík - Strandir - Gunnar Þórðarson - tónskáld -

Kaupa Í körfu

Hólmavík - Strandir - Gunnar Þórðarson - tónskáld - „Taugarnar hingað vestur á Strandir eru sterkar og hafa alltaf haldist,“ segir Gunnar Þórðarson tónskáld. „Hér er ég fæddur og ólst upp fyrstu árin, þar til fjölskyldan flutti til Keflavíkur. Það var einhver tilfinningasemi sem greip mig árið 2001 þegar ég frétti að æskuheimili mitt væri til sölu. Þá stóðst ég ekki mátið og keypti húsið, sem var í mikilli niðurníðslu. Ég fékk iðnaðarmenn til að sinna endurbótum og ýmsu gat ég sinnt sjálfur. Og nú hefur húsið fengið alveg nýjan svip og hér hef ég verið löngum stundum síð- ustu árin.“ Gunnarshólmi við Kópanesbraut á Hólmavík er eitt af reisulegri húsunum í kauptúninu. Það var reist árið 1913 og er í hefðbundnum stíl síns tíma, það er kjallari, hæð og ris. Það var lengi kallað Björnshús en núverandi eigandi nefnir það Gunnarshólma. „Hér bjuggu afi minn og amma og síðar foreldrar mínir, Guðrún Guðbjörnsdóttir og Þórður Björnsson. Það var svo árið 1952 sem síldin hvarf og um líkt leyti kom varnarliðið og allir gátu fengið vinnu á Keflavíkurflugvelli. Það lá því nokkuð beint við að flytja á Suðurnesin, eins og margir héðan af Ströndunum gerðu. Þar suð- ur frá átti ég heima fram á þrítugsaldurinn en hef verið í fjörutíu ár í höfuðborginni.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar