Benedikt Schriefer

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Benedikt Schriefer

Kaupa Í körfu

Þetta er þriðja sumarið mitt sem ég spila hér á Laugaveginum fyrir gesti og gangandi, en fyrri tvö sumrin spilaði ég á fiðlu. Núna ákvað ég að spila frekar á gítarinn, því þá get ég sungið með,“ segir Benedikt Schriefer, 17 ára strákur sem býr í Cleveland í Bandaríkjunum, en móðir hans er íslensk og faðirinn bandarískur. „Ég er fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum en við fjölskyldan komum til Íslands á hverju sumri og erum hér allt sumarið. Við komum líka alltaf til Íslands yfir jólin. Við höldum til hjá móðurömmu minni hér í miðbænum á Vatnsstígnum, svo það er stutt fyrir mig að rölta hingað á Laugaveginn og næla mér í smá pening,“ segir Benedikt, sem hefur húfu á gangstéttinni fyrir framan sig þar sem fólki er frjálst að setja aura ef það vill þakka fyrir spileríið hans. „Fólk er almennt mjög ánægt með að ég sé að spila og syngja en sumir eru stundum nokkuð ágengir, kannski búnir að fá sér nokkra bjóra og vilja jafnvel fá að spila á gítarinn minn. Ég reyni að vera kurteis og bægja slíku fólki frá,“ segir Benedikt, sem mætir alltaf seinnipartinn með gítarinn, þegar hann hefur lokið vinnudegi sínum í sumarvinnunni við að mála.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar