Austurvöllur
Kaupa Í körfu
Hitamet hafa ekki verið slegin í sumar en þó hefur blíðviðri verið ráðandi, sérstaklega í júlí. Mikill fjöldi ferðamanna og borgarbúa hefur sótt í miðbæinn í sólinni og notið sín við Austurvöll. Veitingamenn á svæðinu eru ánægðir með vertíðina og segja hana með besta móti. Staðir sem bjóða upp á útisvæði standa sérstaklega vel og hafa haft forskot í samkeppni um kúnnana á meðan sólin skín. Einhverjir hafa haft orð á því í sumar að bærinn sé orðinn fullur af útlendingum en veitingamenn segja allt að helming gesta innlendan, sérstaklega þegar sólin skín. Guðný Atladóttir, framkvæmdastjóri Cafe París, segir júlímánuð hafa verið með allra besta móti. „Þetta hefur verið ofsalega ljúft. Það er búin að vera mjög skemmtileg stemning og það er kominn lífvænlegur rekstur í kring þannig að Austurvöllur hefur orðið enn líflegri.“ Hún segist ánægð með nágrannana og það sé frekar til búbótar en hitt að meira líf færist yfir svæðið. Sumrin í fyrra og þar áður voru heldur döpur, rigning meira og minna, en nú hefur brugðið til betri vegar. „Ef það er sól og gott veður er alltaf fullt hjá mér á útisvæði og það hefur verið alla daga í júlí“ Slegist um ölsöluna Sumarið hefur slegið met í matsölu á staðnum en í áfenginu hefur harðnandi samkeppni haldið aftur af sams konar meti í þeirri sölu. Margir barir hafa opnað á svæðinu og bjóða upp á tilboð í samkeppni hver við annan en láta þó vel af sumrinu, næg umferð hafi verið um staðina. Á Micro Bar segir Árni Hafstað eigandi aðsóknina hjá sér aðeins hafa dvínað miðað við síðasta sumar. „Við erum búnir að vera síðan 2012 og það hefur dregist aðeins saman núna en það kom loksins samkeppni á þessum markaði. Við vorum eiginlega eini bjórbarinn frá því við opnuðum og þangað til í desember, þá komu tveir barir í viðbót. Menn eru að sækja á sama markað.“ Sumarið segir hann þó hafa verið með ágætum. bso@mbl.is
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir