Ken Loveless

Ken Loveless

Kaupa Í körfu

Oft hefur mátt heyra íslenska frumkvöðla barma sér yfir skorti á áhættufjármögnun. Fjárfestar eru ekki á hverju strái og algengt umkvörtunarefni að þeir peningar sem eru til skiptanna leiti í rótgrónar greinar á borð við sjávarútveginn, frekar en til ört vaxandi hugbúnaðargeirans. Sumir sjá frumkvöðlaumhverfið vestanhafs í hillingum og þykjast vita að þangað megi fara ferð til fjár, máski stofna fyrirtæki í Delaware og fá svo rausnarlega fjárefsta í Kaliforníu til að taka upp tékkaheftið. Háskólinn í Reykjavík hélt á mið- vikudag ráðstefnu undir yfirskriftinni How Innovation and Talent Attract Capital. Var ráðstefnan haldin í samstarfi við Reykjavík Geothermal og Silicon Valley Bank og tók þar til máls fjöldi reynslubolta úr bandaríska frumkvöðlaheiminum. Ken Loveless er einn þeirra. Hann er í stjórnendateymi fjárfestingasjóðsins Founders Circle. Sjóðurinn er ungur, aðeins þriggja ára, en hefur á þeim tíma komið að verkefnum á borð við Pinterest og DocuSign. Hefur sjóð- urinn yfir tæplega 200 milljónum dala að ráða, jafnvirði tæplega 27 milljarða króna. Ken lýsir hlutverki Founders Circle þannig að sjóðurinn fjárfesti í fyrirtækjum sem hafa mikla burði til að vaxa en þurfa að brúa bilið þangað til komið er að skráningu á hlutabréfamarkað. „Þróunin hefur verið á þá leið að sprotafyrirtæki hafa haldist mun lengur í einkaeigu. Áður fyrr var algengt að fimm ár liðu frá stofnun þar til leitað yrði til almennra fjárfesta en í dag geta mörg fyrirtæki vaxið í tíu ár áður en þörf er á miklu af utanaðkomandi fjármagni. Kemur þetta m.a. til af því að tækniframfarir gera það að verkum að aldrei hefur verið ódýrara að láta tæknifyrirtækin stækka. Reiknigeta verður ódýrari með hverju árinu og dreifðari, nú þegar þorri fólks er kominn með öfluga tölvu í vasann í formi snjallsíma, og heimsbyggðin öll er tengd við netið.“ Hann segir frumkvöðla með mjög efnileg fyrirtæki geta lent í erfið- leikum vegna peningaskorts og hlutverk Founders Circle sé meðal annars að tryggja þeim það fjármagn sem þarf til þess einfaldlega að geta lifað lífinu og sinnt rekstrinum sem skyldi. „Það er langur tími að bíða í tíu ár þangað til fyrirtæki er skráð á hlutabréfamarkað og í millitíðinni er fólk að giftast, eignast börn og koma sér upp heimili.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar